Ert þú að fara að gera upp húsið þitt og breyta gólfplaninu?
Það getur verið krefjandi að sjá allar mögulegar lausnir ef þú ert ekki með mikla reynslu í því. Við getum hjálpað þér að sjá bestu lausnirnar og taka kostnaðarsparandi ákvarðanir.
Óháð kostnaðaráætlun og umfangi verkefnisins - þá getum við aðstoðað þig með ráðgjöf og teikningum eftir þörfum.
Hús frá 1964 sem er endurbyggt 2014. Hér er einn gluggi sem hefur upprunalega staðsetningu og stærð, öllu öðru var breytt.
Sniðugar lausnir fyrir takmarkaða stærð á rýmum. Hér var áhersla lögð á stóra glugga sem bæði gáfu mikla dagsbirtu inn í rýmin og ótakmarkað útsýni. Einng eru flest byggingarefnin viðhaldslítil.
Breyting á aðalhæð hússins. Gott dæmi um hvernig hjálp frá fagaðila getur gefið þér betri niðurstöðu.
Copyright © All Rights Reserved